Álfar og huldufólk í Listasafninu

Sunnudaginn 14. apríl kl. 11-13 verður boðið upp á listsmiðju í Listasafninu undir yfirskriftinni Lifandi náttúra. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 9-13 ára og er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri. Umsjón hefur Rakel Hinriksdóttir, skáld og myndlistarkona. Listsmiðjan er styrkt af SSNE og haldin í tengslum við ráðstefnuna Huldustígur sem fer fram í Hofi 20. apríl næstkomandi, þar sem umfjöllunarefnið verður álfar og huldufólk. Aðgangur á smiðjuna er ókeypis og skráning fer fram á heida@listak.is

Í smiðjunni verða sýndar myndir úr náttúrunni og sagðar sögur um álfa og huldufólk. Í kjölfarið koma þátttakendur sinni sýn á umfjöllunarefnið á blað með ýmsum ráðum. Afraksturinn verður að lokum sýndur á ráðstefnunni með samþykki þátttakenda.