Þriggja radda þögn og Rauða


Kristján Pétur Sigurðsson
Þriggja radda þögn og Rauða 
Listasafnið á Akureyri, vestursalur, 31. janúar - 5. febrúar 2015

Sýningin er tvíþætt. Annarsvegar lítill skúlptúr sem heitir Rauða Þögn, sú þögn hefur ferðast víða og alltaf þráð að komast inn í Listasafn. Hinsvegar er mynd af tónverki þar sem þögn er útsett fyrir píanó og selló. Vegna þess að nostra þarf við þagnir mun ásýnd verksins taka daglegum breytingum á sýningartímanum. Á lokamínútum sýningarinnar mun Kristján Pétur rjúfa þögnina með söng.

Myndlistarferill Kristjáns Péturs Sigurðssonar hófst 1984 með samsýningunni Glerá ´84. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Kristján hefur einnig gefið út fjölrit, þrjár kvæðabækur og nokkrar hljómplötur. Síðustu 10 ár var Kristján meðlimur í listsmiðjunni Populus tremula sem starfrækt var með blóma í kjallara Listasafnsins.