Sköpun bernskunnar 2017

Samsýning skólabarna og starfandi listamanna
Sköpun bernskunnar 2017
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
22. apríl - 28. maí

Þetta er fjórða sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Sköpun bernskunnar er því samvinnuverkefni í stöðugri þróun og er hver sýning sjálfstæð og sérstök.

Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli og er einstök hvað varðar listrænt samtal myndlistarmanna og barna. Þemað að þessu sinni er fjaran í víðum skilningi.

Þátttakendur í ár eru leikskólarnir Tröllaborgir og Lundarsel, grunnskólarnir Brekkuskóli og Giljaskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Magnús Helgason, Hekla Björt Helgadóttir, Marina Rees og Samuel Rees.

Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.