Bill Viola Halldór Ásgeirsson Finnbogi Pétursson Erla Þórarinsdóttir


Sigurður Skúlason leikari, sem er búddisti, skrifaði fróðlegan pistil um sögu búddismans af þessu tilefni og gerði skrá yfir ýmis hugtök sem þar bregður oft fyrir.Hannes Sigurðsson, sýningarstjóri og höfundur verkefnisins, skrifar einnig ítarlega grein um búddisma og hugmyndafræði hans, einkum og sér í lagi tantrískan búddisma, og kemur víða annars staðar við á yfirreið sinni, auk þess að fjalla um listamennina og setja þá í samhengi við búddisma. Þá er í blaðinu að finna samandregna endursögn hans á tveimur af mörgum bókum indverska ólíkindatólsins Oshos (1931-1990), en þessi andlegi meistari var þyrnir í augum bandarísku alríkislögreglunnar sem vísaði honum úr landi og var honum í framhaldi meinað að stinga niður fæti í tuttugu öðrum þjóðríkjum.


Blaðið setur sýninguna í víðtækt samhengi og opnar fyrir fjölbreytilega túlkun á listaverkunum sem á henni eru. Á sýningunni geta áhorfendum einnig upplifað búddisma á eigin skinni, ef svo má segja. Boðið verður upp á ókeypis Body-Balance æfingar í safninu í samvinnu við heilsuræktina Átak, sem í þessu samhengi alveg eins mætti nefna „Art Movements“ þar sem fólk getur teygt sig og notið listarinnar á sama tíma — og ætti það að vera kjörið tækifæri til að koma stirðum skammdegiskroppum aftur á hreyfingu eftir allar jólakrásirnar. Þeir sem vilja frekar melta inntak sýningarinnar að zenbúddískum sið geta tyllt sér í hugleiðsluhorn sem útbúið hefur verið í miðsal safnsins.

Áhugaverðir tenglar >>


Sýningin stendur frá 19. janúar til 9. mars. Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 400. Ókeypis á fimmtudögum. Máttarstólpi sýningarinnar er Eymundsson. Aðrir styrktaraðilar eru: Átak, Flugfélag Ísland, Ásprent, KPMG, Securitas, Eimskip, ISS, Sparisjóður Norðlendinga, Flügger litir og Hótel Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, í síma 899-3386. Netfang: hannes@art.is.


 
 
Öll réttindi áskilin © 2008 - Listasafnið á Akureyri